Lambalundir, læri og file

Fraenkur_Jonu_Stadarhr_urbeinaJona_Stadarhrauni_urbeinar_lambEftir hafragraut og te sat ég og saumaði vambir með Lillu á Lækjarbug. Þegar við vorum langt komnar birtist einn umsækjandinn, Ólöf Margrét. Hún sat með okkur fram yfir hádegismat. Það var ljómandi góð lifrarpylsa og blóðmör með rúsínum.  Þennan síðasta dag kosningaferðar minnar er erfiðara að koma sér í gang. En af stað var haldið upp í Hítardal. Þar hitti ég fyrir frænkur að snyrta kjöt. Þær voru að undirbúa vetrarforðann á Staðarhrauni. Jóna húsfreyja mundaði hnífinn jafnt og sögina. Gæðakjötið var flokkað niður í lundir og gúllasbita.  Það liggur við að ég finni ilminn af kjötsósunni með lárviðarlaufi og rósmaríngrein. Það var eitthvað ferskt og kitlandi við að sjá konurnar handfjatla kjötið svo fumlaust.

Áfram þræddi ég fámennan Hítardalinn. Á innsta bæ átti ég langt samtal við bóndann. Auðvitað reyndi ég að sannfæra hann um ágæti mitt. Síðar kom í ljós að hann var búinn að kjósa utan kjörfundar. 🙂

Æ þetta líf, við höfum ekki mikla stjórn á því, berumst bara með straumi lífsins, lendum óvænt í höfn hér og þar en stundum höfum við stefnt stíft á höfn og náum landi. Það verður einn umsækjandi á laugardag sem nær því landi. Guð gefi að sá prestur verði Snæfellsnesi og Mýrum til blessunar.

Færðu inn athugasemd