Sjáið’i nýju fínu myndirnar mínar!

teikning_Ingibjorg_Hofsstodum

Spennufallið eftir fundinn í gærkvöldi var enn í mér er ég vaknaði. Nokkur símtöl voru hringd, því næst tölvuvinna, brauðsneið með osti gripin í fljótheitum og síðan út á örkina. Þrætt bæ af bæ og ýmislegt bar á góma. Ég bragðaði besta hrossakjöt sem ég smakkað. Það var eldað af bóndanum og rann ljúflega niður við spjall og spekúlasjónir. Á Hofsstöðum voru litlar heimasætur sem teiknuðu svo fallega og gáfu mér sitthvora myndina sem hér prýða vegginn. Síðar verða þær hengdar upp á skrifstofu prestsins hvar sem hún nú verður í framtíðinni.

Forystufé af Dal varð á vegi mínum. Þær eru snoppufríðar og fallegar en ekki góðar til undaneldis. Það fengist lítið kjöt af þeim. Nú, ég bauð mér inn í fjárhús á einum bæ og átti gott spjall við bónda. Þar voru fallegir hrútar og greinilega góðir til ræktunar. Þegar þarna var komið var ég orðin glorsoltin og kíkti inn í Langaholt. Þar var góðgæti á borðum, heilt læri með öllu tilheyrandi og áhugaverðu spjalli um landsins gagn og nauðsynjar. Mig furðaði hins vegar á að Keli Vert dró talið aftur og aftur að Guði út frá því að hann teldi að það þyrfti nú ekkert að tala um Guð. Það er spurning hvað hefði verið talað mikið um Guð ef hann hefði ekki alltaf verið að minnast á hann. 🙂 Sátt að degi loknum keyrði ég í bústaðinn. Ætli ég renni ekki í gegnum eina Sudoku til að hvíla hugann áður en ég fer í háttinn.

teikning_Kristin_Hofsstodum_5_ara

Færðu inn athugasemd