Horft heim að Staðastað

Stadastadur_Jokull_sol

Hopefully this will be my home after election. Stadastadur is a wonderful place with lot of history and charms.

Mikið dásamlega er vatnið gott hérna á Nesinu. Það er jafnvel betra en undan hrauninu í Hafnarfirði.  Þetta hélt ég að ég ætti aldrei eftir að segja, en… vatnið í sveitinni er býsna gott. Eftir kalt vatnsglas með hádegismatnum var lagt af stað í langferð um sveitirnar. Komið við á bæ og öðrum bæ. Þá nýtt andlit á öðrum bæ. Aumingja fólkið að þurfa að þola þennan ágang presta og prestsefna. Þau verða líklega komin með nóg af klerkum þegar loksins nýr prestur kemur til starfa.

Á milli þess að hitta fólk horfði ég á fallegt útsýnið og stoppaði talsvert til að taka myndir. Að ofan má sjá mynd af Staðastað sem vonandi verður heimili okkar Guðmundar eftir stutta stund. Það er fallegt á Staðastað því verður ekki neitað.

Einn bóndi steikti handa mér brauð í smjöri og steikti egg frá þessum hamingjusömu hænum. Þær eru hlaupandi hér um allt. Undir þessum málsverði áttum við gott spjall meðal annars um Kúbu, vindla og neftóbak. Seinna kom ég í gróðurlund við íbúðahús og gestrisni á öllum bæjum. Eldri kona með bakkelsið á hreinu minnti mig á mömmu sem alltaf vill gefa gestum eitthvað með kaffinu. Að endingu tók ég á móti eiginmanninum á Vegamótum og fengum við þessa líka fínu kjötsúpu. Það er ljóst að ég verð ekki svöng í sveitinni.

Færðu inn athugasemd