Kosningaferðalagið hafið

Nú er eiginlegt kosningaferðalag hafið hjá mér. Í dag þvoði ég þvott og undirbjó ferð á Snæfellsnesið. Þá sá ég að mig vantaði eins og einar buxur. Tíminn var skammur, leiðin lá í Smáralindina þar sem ég mátaði ýmsar buxur, pils og jafnvel jakka og kápur en ekkert féll alveg í kramið.

Mér leiðist þessi einstefna hjá Íslendingum að vera í flestu svörtu, þess vegna reyni ég alltaf að krydda fötin mín með litum þó að svartur geti verið grunnliturinn. Þegar ég sá  gollu í biskupslitunum féll ég alveg fyrir henni. Inn í mátunarklefa, úr og í nokkrar gerðir af þessum vínrauðu peysum og viti menn: Ég var alveg sammála listakonunni og vinkonu minni Eddu Heiðrúnu sem sagði að þessi litur færi mér svo vel. Þegar heim kom sá ég að ég á hatt í sama lit. Aha… nú get ég farið að máta saman flíkurnar heima. 🙂

Færðu inn athugasemd